Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur
Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, var haldin mánudagskvöldið 3. febrúar í Myllubakkaskóla. Lið Heiðarskóla fór með sigur að þessu sinni eftir harða og jafna keppni. Ásamt Heiðarskóla sendu Akurskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli lið til þátttöku.
Í úrslitum mættust Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Eftir jafna og skemmtilega úrslitaviðreign stóð Heiðarskóli uppi sem sigurvegari í Gettu enn betur 2014.