Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur
Lið Heiðarskóla tók þátt og var liðið skipað þeim Fannari Gíslasyni, Þorbergi Jónssyni og Brynjari Steini Haraldssyni sem jafnframt var fyrirliði. [email protected]
Miðvikudagur 5. febrúar 2014 kl. 11:59

Heiðarskóli sigraði Gettu enn betur

Gettu enn betur, spurningakeppni grunnskólanna í Reykjanesbæ, var haldin mánudagskvöldið 3. febrúar í Myllubakkaskóla. Lið Heiðarskóla fór með sigur að þessu sinni eftir harða og jafna keppni. Ásamt Heiðarskóla sendu Akurskóli, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Njarðvíkurskóli lið til þátttöku.

Í úrslitum mættust Heiðarskóli og Njarðvíkurskóli. Eftir jafna og skemmtilega úrslitaviðreign stóð Heiðarskóli uppi sem sigurvegari í Gettu enn betur 2014.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024