Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Heiðarskóli með afmælisleiksýningu í tilefni 20 ára afmælis skólans
Fimmtudagur 28. mars 2019 kl. 12:00

Heiðarskóli með afmælisleiksýningu í tilefni 20 ára afmælis skólans

Föstudaginn 29. mars fer árshátíð Heiðarskóla fram í 20. sinn. Í tilefni þess að skólinn á 20 ára afmæli verða árshátíðaratriðin með örlítið breyttu sniði. Lög og atriði úr Kardimommubænum verða leikin og sungin á árshátíð 1. - 3. bekkja og 4. - 7. bekkja þannig að úr verður heildarverk á hvorri árshátíð fyrir sig. Æfingar hafa farið fram hjá Guðnýju í leiklist, hjá Mumma í tónmennt og hjá umsjónarkennurum. Gaman verður að sjá hvernig til tekst.

Nemendur í leiklistarvali á unglingastigi munu svo flytja þeirra útgáfu af leikritinu í heild sinni á árshátíð unglingastigs en löng hefð er fyrir því að leiklistarvalið setji á svið leikverk að vori fyrir nemendur skólans og almenning. Sýningin stendur yfir í u.þ.b. 80 mínútur og munu almennar sýningar á verkinu verða sýndar á sunnudaginn kl.16.00 og á miðvikudaginn kl.18.00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Heiðarskóla.