Heiðarskóli fær 10 skákklukkur að gjöf
Kristján Pálsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Milli himins og jarðar, heimsótti Heiðarskóla síðastliðinn föstudag og færði skólanum að gjöf 10 skákklukkur.
Í máli Kristjáns kom fram að hann væri ánægður með að fá að afhenda klukkurnar og hann vonaði að þær yrðu til þess að efla skákíþróttina. Jafnframt sagðist hann eiga þá ósk að í Heiðarskóla yrði haldið skákmót á hverju ári og fyrirtækinu Milli himins og jarðar væri heiður að því að fá að gefa þau verðlaun sem veitt væru hverju sinni. Nokkrir nemendur skólans tóku strax til við að tefla og voru ánægð með þessa góðu gjöf.
Starfsfólk Heiðarskóla þakka Kristjáni og fyrirtæki hans kærlega fyrir.
Af vef Heiðarskóla
Í máli Kristjáns kom fram að hann væri ánægður með að fá að afhenda klukkurnar og hann vonaði að þær yrðu til þess að efla skákíþróttina. Jafnframt sagðist hann eiga þá ósk að í Heiðarskóla yrði haldið skákmót á hverju ári og fyrirtækinu Milli himins og jarðar væri heiður að því að fá að gefa þau verðlaun sem veitt væru hverju sinni. Nokkrir nemendur skólans tóku strax til við að tefla og voru ánægð með þessa góðu gjöf.
Starfsfólk Heiðarskóla þakka Kristjáni og fyrirtæki hans kærlega fyrir.
Af vef Heiðarskóla