Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:48

HEIÐARSKÓLI:

Framkvæmdir við Heiðarskóla ganga vel og Árný Inga Pálsdóttir, skólastjóri, segir að verið sé að leggja lokahönd á verkið og að því verði að mestu lokið þegar kennsla hefst. ,,Komandi vetur verður mikill reynslutími fyrir okkur og ég býst við að einhverjar breytingar verði gerðar eftir að reynsla er komin á starfið í skólanum.” Hvað eru margir nemendur skráðir í skólann? ,,Nú eru um 464 nemendur skráðir en það er ekki endanleg tala. Fólk gleymir að afskrá börnin þegar það flytur í burtu og eins er fólk enn að skrá börn í skólann.” Hvernig hefur gengið að ráða kennara? ,,Það er búið að fullmanna allar stöður en ráðning smíðakennara er enn ófrágengin. Ég er mjög ánægð hversu vel hefur tekist með ráðningar því þetta er nýr skóli og hér verða 35 kennarar við vinnu. Flestir eru réttindakennarar. Ég hef aðeins 5-6 leiðbeinendur og þeir eru allir mjög vel menntaðir og með reynslu af kennslu.” Hvernig líst þér á starfsárið sem framundan er? ,,Mér líst vel á það. Ég er með mjög góðan starfsmannahóp og vinnuaðstaðan fyrir okkur er mjög góð. Ég hlakka til að sjá nemendur og eiga gott samstarf við þá og foreldra þeirra.”
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024