Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Miðvikudagur 10. apríl 2002 kl. 18:19

Heiðarskólanemar í kengúrustökki!

Kengúrustökkið var haldið hjá 6. og 7. bekkingum Heiðarskóla í Keflavík mánudaginn 8. apríl. Kengúrustökkið er alþjóðlegt stærðfræðiverkefni sem milljónir nemenda glíma við og yfir 2000 hér á landi. Nemendur leysa 18 verkefni sem eru blanda af reikningsdæmum og þrautum og hafa til þess 50 mínútur. Markmiðið er fyrst og fremst að auka áhuga og metnað nemenda fyrir stærðfræðinni. Í Heiðarskóla var ákveðið að veita viðurkenningu fyrir þá sem náðu flestum stigum í hverjum bekk (sjá mynd) og bekkurinn sem náði hæsta meðaltali fékk pizzuveislu.
Hér kemur ein þrautin:
Anton tröllkarl geymir mýs í húfunni sinni. 14 þeirra eru gráar, 8 eru hvítar og 6 eru svartar. Með bundir fyrir augun tekur hann mýsnar úr húfunni, eina í einu. Hve margar mýs þarf hann að taka upp til þess að vera viss um að hann hafi örugglega náð í minnst eina af hverjum lit? Eru það: 23-22-21-15-9 (Þversumman fimm er svarið).
Þeir sem hafa áhuga að kynna sér keppnina nánar geta farið inná vefinn:
http://staerdfraedin-hrifur.khi.is.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024