Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðarskólaleikarar styrktu Krabbameinsfélag Suðurnesja
Þriðjudagur 10. maí 2022 kl. 09:23

Heiðarskólaleikarar styrktu Krabbameinsfélag Suðurnesja

Leiklistarval Heiðarskóla stóð fyrir styrktarsýningu á söngleiknum Grís og styrktu að þessu sinni Krabbameinsfélag Suðurnesja. Uppselt var á sýninguna og söfnuðust 130.000 krónur.

Styrmir Geir Jónsson, formaður Krabbameinsfélagsins, mætti og veitti styrknum viðtöku. Styrmir þakkaði krökkunum fyrir frábært framtak og geggjaða sýningu en hefð er orðin fyrir því í Heiðarskóla að halda styrktarsýngu eftir frumsýningar á árshátíðarverkum og velja krakkarnir sjálfir það félag sem styrkt er.

Fallegt framtak hjá nemendum en leikstjórar verksins eru kennararnir Daníella Hólm, Esther Inga Níelsdóttir og Guðný Kristjánsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024