Heiðarselsbörnin á Grjóteyri
Börnin á Heiðarseli fóru í sveitaferð að bænum Grjóteyri við Meðalfellsvatn í Kjós um helgina. Farið var með tveimur rútum og á einkabílum og áttu börnin glaðan dag í fjósinu og hlöðunni þar sem þau máttu strjúka dýrunum og halda á þeim minnstu. Eftir að hafa klappað beljunum á kollinn var hægt að fá að halda á lömbum og gefa kálfunum pela. Þá voru þarna fjölmörg önnur dýr. Á meðfylgjandi mynd virðist þessi sakleysislegi kettlingur eitthvað hafa sýnt klærnar og viðbrögðin leyna sér ekki. Myndagallerý úr sveitaferð Heiðarsels má finna efst á síðunni eða með því að smella hér.