HEIÐARBÚAR Í CHILE
Halló allir.Það er allt gott að frétta héðan úr Chile og öllum líður mjög vel. Við erum á fullu allan daginn í dagskrá sem er mjög vel skipulögð og mjög skemmtileg. T.d. fórum við í sólarhrings „hike“ síðasta mánudag, þar sem við sváfum uppí Andersfjöllunum undir berum himni, geri aðrir betur! Það hefur verið mjög lítid um bruna, en aftur a móti eru allir med hósta og hálsbólgu, vegna hitabreytingarinnar.Mótinu verdur slitið 5.jan og eftir þad forum við til Santiago og gistum þar medð fullt af Slóvenum i stóru íþróttarhúsi.Það er búið að vera mjög heitt hérna, allt upp í 40 stig sem er mjög mikið en í dag er aðeins svalara, og meiri vindur. Hérna rétt fyrir ofan okkur kom upp skógareldur fyrir nokkrum dögum, og ég verð að viðurkenna að ég varð smá smeik, en auðvitað var öllu reddað áður en hann komst til okkar.Ég vil enda á því að þakka öllum sem að hjálpuðu okkur og styrktu, því að þetta er nokkuð sem að enginn okkar hefði vilja missa af. Sjóðheitar skátakveðjur í kuldann, Chilefararnir.