Heiðabúar gera garðinn frægan í Bretlandi
Það gengur vel hjá Heiðabúum á alheimsmóti skáta sem nú stendur yfir á Highlands Park í Bretlandi. Þrátt fyrir að komast ekki á mótsvæðið fyrr en seint um nóttinna þá voru Heiðabúar mættir í dagskrá strax fyrsta mótsdaginn. Mótið hófst með stórglæsilegri setningarathöfn sem Vilhljámur Bretaprins tók þátt í. Næstu dagar á mótinu munu einkennast af léttri og skemmtilegri dagskrá þar sem útilíf og tjaldbúðavinna spila stórt hlutverk auk þess sem það fer mikill tími í að kynnast hinum 40.000 þáttakendunum sem eru á mótinu.
Heiðabúar hafa gerst svo frægir að hafa komið sér í sjónvarpið í Bretlandi og gengdu þeir stóru hlutverki í kvöldfréttatíma ITV sjónvarpstöðvarinnar. Fréttatímann má nálgast hérna.
Mynd: Heiðarbúar á leið til Brelands s.l. föstudag.