Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Heiðabúar fengu Forsetamerkið
Mánudagur 6. október 2008 kl. 14:41

Heiðabúar fengu Forsetamerkið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forsetamerki Bandalags íslenskra skáta afhent við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju á dögunum. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti 26 skátum Forsetamerkið til vitnis um góðan árangur í vinnu að markmiðum og gildum skátastarfs og vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar.

Heiðabúar spiluðu stórt Hlutverk við athöfnina og sá Hrafnhildur Atladóttir Gilwellskáti úr Heiðabúum um setningarathöfn hátíðarinnar auk þess sem að yngri skátar Heiðabúa voru í hlutverkum fánabera og aðstoðarmanna við athöfnina.

Heiðabúar voru einnig langfjölmennastir af þeim hópi sem var að taka við forsetamerkinu að þessu sinni. Alls tóku níu Heiðabúar við merkinu. Þau eru:

Ásmundur Þór Kristmundsson
Ásta Guðný Ragnarsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Hans Árnason
Heiðrún Pálsdóttir
Karen Guðmundsdóttir
Ósk Björnsdóttir
Svava Magdalena Böðvarsdóttir
Þóra Björg Jóhannsdóttir

Forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar á Íslandi og var þetta í 34. skiptið sem hann afhenti skátum Forsetamerkið. Í dag eru Forsetamerkishafar orðnir yfir 1.200 talsins

Mynd frá vinstri: Ósk Björnsdóttir, Hans Árnason, Þóra Björg Jóhannsdóttir, Heiðrún Pálsdóttir, Svava Magdalena Böðvarsdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson, Karen Guðmundsdóttir, Ásta Guðný Ragnarsdóttir og heldur hún á syni sínum Fannari Loga, Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ásmundur Þór Kristmundsson