Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hefur mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi
Sunnudagur 24. febrúar 2019 kl. 14:48

Hefur mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi

FS-ingur vikunnar kemur frá Grindavík

Að þessu sinni er átján ára stúlka úr Grindavík FSingur vikunnar.  Hún heitir Karín Óla Eiríksdóttir. Henni finnst skemmtilegt félagslíf vera helsti kostur FS en vill fá meira úrval af hollum mat í mötuneyti skólans. 
 
Á hvaða braut ertu? Félagsvísindabraut.
Hver er helsti kostur FS? Skemmtilegt félagslíf.
Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mikinn áhuga á björgunarsveitastarfi og elska að ferðast.
Hvað hræðistu mest? Köngulær.
Hvaða FSingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna? Ólöf Rún á eftir að ná langt í körfunni.
Hver er fyndnastur í skólanum? Kolbrún Dögg.
Hvað sástu síðast í bíó? Arctic.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið? Meira úrval af hollum mat.
Hver er helsti gallinn þinn? Á það stundum til að láta námið sitja á hakanum þegar það er mikið að gera í öðru hjá mér.
Hver er helsti kostur þinn? Ég á frekar auðvelt með að kynnast nýju fólki. 
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum? Snapchat, Instagram og Messenger.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS? Setja fleiri bílastæði og færa eyðuna sem er á föstudögum og hafa hana í byrjum dags eins og hún var.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Jákvæðni og gott hugarfar.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum? Félagslífið er held ég fínt en ég er ekki nógu dugleg að taka þátt í því.
Hver er stefnan fyrir framtíðina? Hef mikinn áhuga á að fara í lögregluna.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum? Rólegt og þægilegt og stutt til Reykjavíkur.
 

Uppáhalds...

...kennari? Anna Taylor.
...skólafag? Handavinna.
...sjónvarpsþættir? Grey’s Anatomy.
...kvikmynd? Með allt á hreinu.
...hljómsveit? Stuðmenn.
...leikari? Blake Lively.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024