Hefur gaman af því að kynnast nýju fólki
Ungmenni vikunnar
Nafn: Halldóra Mjöll Ingiþórsdóttir
Skóli: Heiðarskóli
Bekkur: 9. bekkur
Aldur: 14 ára
Áhugamál: Crossfit, píanó og félagsstörf
Halldóra Mjöll æfir crossfit, spilar á píanó og er meðlimur unglingaráðs Fjörheima. Hún er félagslynd og hefur gaman af því að kynnast nýju fólki. Halldóra er ungmenni vikunnar.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Örugglega stærðfræði því að kennarinn er æðislegur.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Kannski bara Rúnar Leó, hann gæti orðið atvinnumaður í fótbolta.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Reykjarferðin var geggjuð, hárgreiðslukeppnin var það besta við ferðina
Hver er fyndnastur í skólanum?
Elvar Breki á sín „móment“.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Uppáhaldslagið mitt er Cigarettes out the Window eftir TV Girl eða Bernskan eftir Ásgeir Trausta.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Ég get aldrei fengið nóg af plokkfiski.
Hver er uppáhaldsbíómyndin þín?
Krampus.
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju og hvers vegna?
Símann minn, liti og teiknibók. Ég myndi nota símann minn til að hringja á aðstoð og teikna á meðan ég bíð eftir henni.
Hver er þinn helsti kostur?
Ég er félagslynd og hef gaman af því að kynnast nýju fólki.
Ef þú gætir valið þér einn ofurkraft til að vera með restina af ævinni, hvað myndir þú velja?
Fjarflutning.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Þegar fólk er góðhjartað.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að verða sálfræðingur.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Glaðlynd.