Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hefur fulla trú á að fylla salinn
María Ósk Kjartansdóttir.
Föstudagur 17. janúar 2014 kl. 09:07

Hefur fulla trú á að fylla salinn

„Ég læt ekkert stöðva mig,“ segir María Ósk Kjartansdóttir, einstæð móðir sem er búin að fá fimm heilablæðingar.

„Ég læt ekkert stöðva mig,“ segir María Ósk Kjartansdóttir, einstæð móðir sem er búin að fá fimm heilablæðingar. Þá síðustu fékk hún 12. október í fyrra. María Ósk stendur fyrir tónleikum í Norðurljósasal  Hörpu 9. febrúar n.k. og mun hagnaður af tónleikunum renna til rannsókna á arfgengri heilablæðingu.

Margir landsþekktir tónlistarmenn munu koma fram, m.a. Kaleo, Bubbi Morthens, Einar Ágúst, Þórunn Antonía, Einar Ágúst, Lögreglukórinn og svo verður atriði frá Verslunarskóla Íslands. Kynnir verður Auðunn Blöndal. Aðgangseyrir er kr. 3900 og hægt er að nálgast miða hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Klukkan 14:00 til sama dag verður barnaskemmtun í sama sal þar sem m.a. munu koma fram Íþróttaálfurinn, Solla stirða, Friðrik Dór og töframaðurinn Einar Mikael. „Við vildum hafa einhverja dagskrá fyrir krakkana líka. Það munu fleiri skemmtikraftar bætast við þegar nær dregur. Ég er að vinna á fullu í þessu,“ segir María Ósk glöð í bragði.

Móðir Maríu og systir dóu úr arfgengri heilablæðingu, sem er alíslenskur sjúkdómur og hefur verið lengi í fjölskyldu Maríu. Það eru helmingslíkur á að fá þennan sjúkdóm ef foreldri er með hann og hann erfist bæði í karllegg og kvenlegg. María fæddist með sjúkdóminn, en vissi ekki að að hún væri með hann fyrr en hún varð 17 ára. „Ég þurfti að læra að tala og ganga á ný eftir 3. og 4. heilablæðingarnar. Er komin yfir það versta núna og hlakka til tónleikanna,“ segir María Ósk bjartsýn.

María Ósk hefur staðið fyrir viðburðum og söfnun áður og hingað til hafa safnast um þrjár milljónir, sem runnið hafa í sama sjóð. Hún vill færa Kolfinnu, Elínu, Maggý, Elínu og Tinnu fyrir ómetanlega aðstoð við undirbúning.

Viðtal verður við Maríu Ósk á Stöð 2 í byrjun febrúar.