Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 19. nóvember 2002 kl. 13:43

Hefur farið 43 sinnum í meðferð á Vog

Einn skjólstæðinga Byrgisins sem stundar námið sem þar er boðið uppá er Magnús Emilsson. Hann er 49 ára gamall og hefur verið meira og minna í Byrginu frá síðari hluta ársins 1997. Hann ber titilinn yfirmatsveinn Byrgisins, en hann er lærður matsveinn. Saga Emils er keimlík sögum annarra skjólstæðinga Byrgisins: „Ég fór að eiga í miklum vandræðum með áfengi árið 1973, þegar ég var 20 ára gamall. Ég hef verið lagður 43 sinnum inn á meðferðarheimilið Vog frá árinu 1985. Um mánaðarmótin september/október árið 1997 náði Gummi forstöðumaður í mig niður á Hlemm, en þar hafði ég verið að drekka í 11 mánuði. Ég átti ekki neitt, ekki einu sinni fötin sem ég var í,“ segir Magnús og maður skynjar bitra reynslu þegar maður horfir á andlit Magnúsar. Í dag líður Magnúsi vel og segir hann að Byrgið hafi bjargað sér frá dauða: „Í rauninni var búið að afskrifa mig. Það vildi engin meðferðarstofnun taka við mér. Ég hringdi á Vog, en þar var mér ekki hleypt inn og við mig var sagt að ég væri með eðlislægt getuleysi til að hætta neyslu. En hér er ég í dag, í skóla að læra, í frábæru samfélagi við Drottinn og mér líður mjög vel,“ sagði Magnús í samtali við Víkurfréttir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024