Héðinsbollur í uppáhaldi hjá Þóru
Þóru Lind Halldórsdóttur finnst fátt betra en að gera sér góðan dag og ganga upp Þorbjörn þegar veður leyfir með hundinum sínum, en þessa dagana lærir Þóra viðskiptafræði við Háskóla Íslands.
„Mér finnst gott að slaka á og næla mér í smá d-vítamín í sundlauginni í Garðinum með vinkonu, enda síðan á því að fá okkur kaffibolla í nýja kaffihúsinu í gamla vitanum í Garðinum með útsýni yfir sjóinn eða heimsækja Sigurjónsbakarí og fá sér „nokkrar“ Héðinsbollur, en þær eru alveg uppáhalds.“