Hávaxnasti unglingur í heiminum
Þessi unglingur sker sig svo sannarlega út úr hópnum. Sennilega er það vegna þess að hann gnæfir yfir jafnaldra sína, hann gnæfir líklega yfir flesta jarðarbúa ef því er að skipta. Hann heitir Mamadou Ndiaye og er 17 ára gamall strákur sem er fæddur í Senegal.
Hann leikur körfubolta í framhaldskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum þar sem hann leikur sér að því að troða boltanum yfir andstæðinga sína sem eiga sér ekki viðreisnar von gegn tröllinu, en Mamadou Ndiayeer er um 2.30 m á hæð.
Sjá má myndband af kappanum hér í fréttinni þar sem hann leikur listir sínar.