Hausttónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar
Hausttónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar verða haldnir þriðjudaginn 24. nóvember n.k. kl.19.30 í Kirkjulundi. Fram koma bæði yngri og eldri sveitir undir stjórn Áka Ásgeirssonar, Steinars M. Kristinssonar, Lilju Valdimarsdóttur, Hörpu Jóhannsdóttur, Karenar J. Sturlaugsson og Þorvaldar Halldórssonar.
Það kennir ýmissa grasa í efnisskrá sveitanna því fjölbreytileikinn ræður ríkjum eins og alltaf. Búast má við skemmtilegri stemmningu og líflegum tónleikum.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Aðstandendur hljóðfæraleikaranna, sem og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér gesti.