Haustmarkaður hjá Þórkötlustaðaréttum
Þórkötlustaðaréttir verða laugardaginn 22. september n.k. Í tengslum við réttardaginn er fyrirhugað að vera með haustmarkað á svæðinu. Fólk getur komið með grænmeti, sultur, handverk eða annað skemmtilegt sem það hefur verið að búa til og selt á markaðnum. Það kostar ekkert að vera með.
Boðið verður upp á aðstöðu í skemmu þeirra ábúanda í Stafholti. Fólk verður sjálft að koma með borð, stóla, tjald eða það sem hverjum hentar.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með geta haft samband við Kristinn Reimarsson frístunda- og menningarfulltrúa í síma 660 7310 eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Vinsamlegast tilgreinið hvaða vörur þið eruð með á boðstólum.