Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Haustferming í Keflavíkurkirkju
Föstudagur 18. september 2020 kl. 07:34

Haustferming í Keflavíkurkirkju

Fermingar að hausti eru óvanalegar en nú eru fordæmalausir tímar og þar sem nær allar fermingarathafnir féllu niður í vor vegna kórónuverufaraldursins þá hefur síðustu vikur verið unnið að því að ferma börn í kirkjum landsins.

Síðasti fermingarhópurinn sem fermdist í Keflavíkurkirkju á þessu hausti fermdist síðastliðinn sunnudag, 13. september. Það voru prestarnir séra Erla Guðmundsdóttir og séra Fritz Már Jörgensson sem fermdu tuttugu börn við hátíðlega athöfn í þéttsetinni kirkju, því nú er leyfilegt að 200 manns komi saman og fjölskyldur gátu setið þétt saman á kirkjubekkjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi í Keflavíkurkirkju síðasta sunnudag.

Ferming í Keflavíkurkirkju sept. 20