Haustfagnaður – tónleikar í Ytri-Njarðvíkurkirkju
Kvennakór Suðurnesja heldur tónleika ásamt Lögreglukór Reykjavíkur í Ytri-Njarðvíkurkirkju nk. laugardag, 8. nóvember kl. 17.00. Nú er skammdegið skollið á og hvað er betra til að létta lundina þegar daginn styttir en að hlusta á fallegan og skemmtilegan söng? Efnisskráin er í léttari kantinum, í henni er meðal annars að finna íslensk og erlend dægurlög, s.s. Hljómasyrpu, Bellu símamær og fleira gott. Stjórnandi Kvennakórs Suðurnesja er Krisztina Kalló Szklenárné og undirleikari er Geirþrúður Fanney Bogadóttir. Stjórnandi Lögreglukórs Reykjavíkur er Guðlaugur Viktorsson og undirleikari Anna Margrét Óskarsdóttir. Suðurnesjamenn og aðrir eru hvattir til að mæta og ylja sér við ljúfa tóna kóranna.
Miðasala verður við innganginn og er miðaverð kr. 1200.-
Miðasala verður við innganginn og er miðaverð kr. 1200.-