Hattar í Reykjaneshöll til heiðurs Konunglegu brúðkaupi
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinu mannsbarni að brúðkaup Vilhjálms Bretaprins og Kate Middleton er rétt í þessu að hefjast. Í því tilefni mættu þrjár vinkonur í Reykjaneshöllina í sína daglegu morgungöngu með skrautlega hatta. Þær sögðu þetta var til heiðurs brúðkaupinu og ætluðu þær að sjálfsögðu strax heim eftir morgungönguna að horfa á brúðkaupið.
Mynd: Siggi Jóns