Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hátt uppi
Mánudagur 21. júlí 2008 kl. 13:12

Hátt uppi

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það hefur viðrað vel á okkur undanfarna daga, þó svo eitthvert sólarhlé verði núna a.m.k. fram að helgi. Fólk hefur notið þess að vera úti við í blíðunni, enda vart hægt að finna betri stað en Ísland á fallegum sumardegi. Núna þegar farið er að rigna og hvessa, þá lætur fólk sig dreyma um ferðir til fjarlægra landa.


Ljósmyndari Víkurfrétta naut sólarinnar um helgina þegar þessi farþegaþota flaug yfir sólbekkinn. Flugvélin var það hátt uppi að hana var í raun bara hægt að greina í gegnum öfluga aðdráttarlinsu. Það eina sem sást með berum augum voru hinar svokölluðu þoturákir. Eigum við að giska á að vélin hafi verið í 50.000 feta hæð...?


Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson