Hátt í 200 nemar DansKompaní sýndu í Andrews
Hátt í 200 nemendur DansKompaní sýndu stórskemmtileg dansatriði á glæsilegri vorsýningu skólans sem haldin var í Andrews leikhúsinu að Ásbrú á laugardaginn. Þemað á sýningunni var bestu dansmyndböndin.
Sýningin var einstaklega fjölbreytt þar sem breikdans, jazzballett, RnB, hip-hop og street-jazz voru meðal annars á sviðinu. Tónlistin í sýningunni var líka fjölbreytt og spannaði allt að 25 ára tímabil. Fjórtán atriði voru á dagskránni og voru þátttakendur allt frá 4 ára upp í 44 ára.
- Sjá ljósmyndasafn hér á vf.is
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson