Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hátíðartónleikar Ljósanætur í dag
Sunnudagur 4. september 2016 kl. 09:50

Hátíðartónleikar Ljósanætur í dag

- Hvernig ertu í kántrýinu?

Hátíðartónleikar Ljósanætur: Hvernig ertu í kántrýinu? fara fram í Andrews Theatre í dag kl. 16 og svo aftur kl. 20.


Með blik í auga er orðið ómissandi þáttur í ljósanæturhátíðinni og markar endapunkt hennar. Á svið stígur einvalalið söngvara ásamt hljómsveit og flytur þekkta kántrýslagara en sögumaður er að venju Kristján Jóhannsson.

Fram koma Björgvin Halldórsson, Stefanía Svavarsdóttir, Eyjólfur Kristjánsson og Jóhanna Guðrún ásamt Sigríði og Sólborgu Guðbrandsdætrum. Tónlistarstjóri er Arnór B. Vilbergsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Sýningin er brotin upp með glensi og gamani og eiga félagar í Leikfélagi Keflavíkur og dansarar frá Danskompaní þar stóran þátt.

Miðasala fer fram á midi.is og opnar Andrews klukkutíma fyrir sýningu.