Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Mannlíf

Hátíðartónleikar í Bergi til heiðurs listamanni Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 19. september 2018 kl. 14:22

Hátíðartónleikar í Bergi til heiðurs listamanni Reykjanesbæjar

Hátíðartónleikar til heiðurs Eiríki Árna Sigtryggssyni tónskáldi verða haldnir í Hljómahöll laugardaginn 29. september kl. 14:00 en hann fagnar 75 ára afmæli um þessar mundir.

Að tónleikunum standa vinir og velunnarar Eiríks og verður efnisskrá fjölbreytt en einungis verða flutt lög eftir Suðurnesjatónskáldið. Fram koma nokkrir af fremstu listamönnum þjóðarinnar á sviði klassískrar tónlistar og þá mun Kvennakór Suðurnesja flytja fjölbreytta tónlist fyrir strengjahljóðfæri, einsöng, píanó og kvennakór eftir Eirík Árna.

Public deli
Public deli

Eiríkur Árni var útnefndur Listamaður Reykjanesbæjar þann 17. júní sl. En hann er afkastamikill listamaður á sviði tónsmíða og hafa mörg tónverka hans verið flutt hérlendis sem erlendis.

Tónleikarnir eru styrktir af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja, Menningarráði Reykjanesbæjar og Tónlistarfélagi Reykjanesbæjar.


Miðaverð er kr. 3.000 og fer miðasala fram á hljomaholl.is og tix.is.