Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hátíðarhöld og kaffi á þremur stöðum á Suðurnesjum í dag
Þriðjudagur 1. maí 2012 kl. 09:19

Hátíðarhöld og kaffi á þremur stöðum á Suðurnesjum í dag

Hátíðarhöld á 1. maí, baráttudegi verkalýðsins 2012, verða á þremur stöðum á Suðurnesjum í dag, þriðjudaginn 1. maí.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


GRINDAVÍK

Í Grindavík verður 1. maí-kaffi Verkalýðsfélags Grindavíkur á sínum stað og fer fram í húsi félagsins að Víkurbraut 24 frá 14:30-17:00. Félagar eru hvattir til að mæta.


SANDGERÐI

Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 – 17.
Kaffi og meðlæti og létt spjall. Allir velkomnir.


REYKJANESBÆR

Hátíðardagskrá verður í Stapa í Reykjanesbæ á 1. maí. Húsið opnar kl. 13:45 og formleg dagskrá hefst kl. 14:00.
Setning - Ólafur S. Magnússon Félagi iðn og tæknigreina
Ræða dagsins - Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ
Bríet Sunna Valdimarsdóttir syngur nokkur lög
Töframaðurinn Daníel Örn
Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í FS flytja atriði úr verkinu Með allt á hreinu
Kór Keflavíkurkirkju syngur nokkur lög
Kynnir - Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja
Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna
Kl. 13:00 - Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík