Hátíðarhöld á 17. júní í Reykajnesbæ
Senn líður að þjóðhátíðardegi Íslendinga og er hátíðardagskrá í Reykjanesbæ að taka á sig endanlega mynd. Skemmtidagskrá verður í umsjón íþróttafélaganna KEFLAVÍKUR og UMFN. Árið 2003 er Evrópuár fatlaðra og af því tilefni ákvað Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð að heiðra það fólk sem starfar fyrir fatlaða í Reykjanesbæ og þá einstaklinga sem eru virkir þátttakendur í íþróttastarfi fatlaðra.Ræðumaður dagsins er Gísli HlynurJóhannsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, Jóhann R. Kristjánsson mun draga fánann að húni og Lára Ingimundardóttir flytur ávarp fjallkonu.
Dagskráin hefst kl. 10 um morguninn með knattspyrnu og opnun á smábílabraut í GoKart auk þess sem Smábílaklúbbur Íslands kynnir starfsemi félagsins.
Hátíðarmessa fer fram kl. 12.30 í Ytri - Njarðvíkurkirkju og mun skrúðganga undir stjórn skáta leggja af stað þaðan við undirleik lúðrasveitar Tónlistarskólans í Reykjanesbæ.
Sýning á bátasafni Gríms Karlssonar og sýning Listasafns Reykjanesbæjar Maður og haf verður opin og aðgangur ókeypis. Einnig munu nemendur Sossu hjá Félagið myndlistarmanna í Reykjanesbæ halda málverkasýningu í Svarta Pakkhúsinu.
Kaffisala verður í Iðnsveinafélagshúsinu, í Hvammi og í Stapa.
Dagskrá í Skrúðgarðinum við Tjarnargötu hefst kl. 14.00 og stendur til 16.30.
Kvöldskemmtun í Reykjaneshöll hefst kl. 20.30 og stendur til 24.00.
Ef veður verður vont færist hátíðardagskrá úr Skrúðgarði inn í Reykjaneshöll. Kvölddagskráin fer fram í Reykjaneshöll.
Nánari dagskrá verður birt síðar.
Dagskráin hefst kl. 10 um morguninn með knattspyrnu og opnun á smábílabraut í GoKart auk þess sem Smábílaklúbbur Íslands kynnir starfsemi félagsins.
Hátíðarmessa fer fram kl. 12.30 í Ytri - Njarðvíkurkirkju og mun skrúðganga undir stjórn skáta leggja af stað þaðan við undirleik lúðrasveitar Tónlistarskólans í Reykjanesbæ.
Sýning á bátasafni Gríms Karlssonar og sýning Listasafns Reykjanesbæjar Maður og haf verður opin og aðgangur ókeypis. Einnig munu nemendur Sossu hjá Félagið myndlistarmanna í Reykjanesbæ halda málverkasýningu í Svarta Pakkhúsinu.
Kaffisala verður í Iðnsveinafélagshúsinu, í Hvammi og í Stapa.
Dagskrá í Skrúðgarðinum við Tjarnargötu hefst kl. 14.00 og stendur til 16.30.
Kvöldskemmtun í Reykjaneshöll hefst kl. 20.30 og stendur til 24.00.
Ef veður verður vont færist hátíðardagskrá úr Skrúðgarði inn í Reykjaneshöll. Kvölddagskráin fer fram í Reykjaneshöll.
Nánari dagskrá verður birt síðar.