Hátíðarguðsþjónustur á fyrsti degi ársins 2013
Hátíðarguðsþjónustur voru frá Keflavíkurkirkju og Njarðvíkurkirkju í dag kl. 14:00 á nýársdag. Mjög góð aðsókn var í messur á jólahátíð en nokkuð minni nú um áramótin.
Prestar í Keflavíkurkirkju í dag, nýársdag, voru sr. Erla Guðmundsdóttir og sr. Skúli S. Ólafsson. Kór Keflavíkurkirkju söng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar. Sr. Erla flutti einnig nýársávarp og fjallaði um nafngiftina og útskýrði nafn Jesú.
Hún sagði einnig í ávarpi sínu að árið hefði verið viðburðaríkt í Keflavíkursókn en hæst bar viðamikil framkvæmd við breytingar á Keflavíkurkirkju sem stóðu yfir í um hálft ár. Hún þakkaði mörgum sjálfboðaliðum sem komið hafa að starfinu í sókninni, m.a. við breytingarnar á kirkjunni sem flestir telja afar vel heppnaðar. Breytingarnar voru fólgnar í því að gera kirkjuskipið eins og það var þegar kirkjan var vígð í upphafi. Hún var ein af þremur fyrstu kirkjum landsins sem var steinsteypt. Bygging hennar var stórvirki í litlu þorpi Keflavíkur þegar hún var tekin í notkun árið 1914 en á næsta ári verður 100 ára afmæli hennar fagnað.