Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Hátíðarbragur í Garði í dag
Laugardagur 19. ágúst 2006 kl. 10:44

Hátíðarbragur í Garði í dag

Sólseturshátíðin í Garði verður í dag. Skipulögð dagskrá hefst klukkan 11 og stendur yfir fram á kvöld.  Á dagskránni er margt í boði fyrir alla fjölskylduna.

Má þar nefna stuttar gönguferðir, menningar-og sögutengd fræðsla fyrir börn og fulloðina, fjöruferð fyrir börnin, leikir og knattþrautir. Trúbadorar verða á staðnum, harmonikkuleikarar, fjöllistahópur, varðeldur og hljómsveit. KK mæstir á staðinn og skemmtir gestum og seiðlæti verða í Garðskagavita.  Frumflutt verður lagið Sólsetur í Garði, lagið samdi Vignir Bergmann en textinn er eftir Bjartmar Hannesson.  Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, Sigurður Freyr Ástþórsson og Viktor Freyr Róbertsson flytja frumsamin lög.  Málverkasýnig Braga Einarssonar verður í Vitavarðarhúsinu.  Sýning Fornbílaklúbbsins og bifhjólaklúbburinn Ernir mætir á svæðið.  Brunavarnir Suðurnesja sýna bíla og búnað og Björgunarsveitin kynnir starf sitt og búnað.  Þá verða leiktæki fyrir börnin á staðnum. Sölubásar auk þess sem veitinga- og kaffihúsið Flösin verður opin með sínar góðu veitingar. Byggðasafnið og vitarnir verða opnir. Tjaldstæðið er opið án endurgjalds fyrir alla  tjaldbúa, fellihýsa- og húsbílaeigendur.  Guðþjónusta í Útskálakirkju verður á sunnudaginn kl. 15:00.  Prestur er sr. Björn Sveinn Björnsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024