Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hátíð í Suðurnesjabæ
Mánudagur 2. september 2024 kl. 14:12

Hátíð í Suðurnesjabæ

Bæjarhátíð íbúa í Suðurnesjabæ, Vitardagar - hátíð milli vita, fór fram í síðustu viku. Hátíðin var sett með litagöngu síðasta mánudagskvöld við golfskálann að Kirkjubólsvelli.

Alla daga voru viðburðir í báðum byggðakjörnum og reyndar víðar, því hátíðar höldin náðu allt út á Stafnes þaðan sem hlaupið var í vitahlaupi að Garðskagavita. Einnig voru viðburðir á Hvalsnesi og á golfvellinum að Kirkjubóli, svo eitthvað sé nefnt.

Veðurguðirnir voru hliðhollir fólki flesta daga en þegar hátíðin náði hámarki á laugardag var talsverð væta og vindur. Við því var brugðist með því að flytja eitthvað af viðburðum inn í hús og annað í skjól.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við hátíðarsviðið á laugardagskvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vitadagar í Suðurnesjabæ 2024 // Hátíðarsvæði á laugardagskvöldi