Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Vel heppnuð hátíð í Suðurnesjabæ!
Hápunkti hátíðarinnar var náð á laugardagskvöld með tónleikum á Garðskaga og myndarlegri flugeldasýningu. VF/Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 1. september 2023 kl. 10:59

Vel heppnuð hátíð í Suðurnesjabæ!

Vikulangri bæjarhátíð í Suðurnesjabæ lauk á sunnudaginn. Hátíðin fór vel fram og náði hámarki á laugardagskvöld með tónleikum á Garðskaga og myndarlegri flugeldasýningu. Bæjarhátíðin hófst með ljósagöngu á mánudagskvöldi þar sem íbúar í Garði og Sandgerði gengu frá sínum byggðakjörnum og hittust á golfvellinum við Kirkjuból. Alla daga vikunnar voru svo einhverjir viðburðir fyrir íbúa bæjarfélagsins.

Veðrið lék við hátíðargesti alla dagana nema á fyrri hluta laugardagsins, þegar rigndi eins og enginn væri morgundagurinn. Um kvöldið var veðrið skaplegt og fólk fjölmennti á Garðskaga og naut tónlistar og flugeldasýningar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Dagskránni lauk svo á sunnudaginn með fornbílasýningu á Garðskaga og bílabíói í Garðinum þar sem tvær klassískar íslenskar kvikmyndir voru sýndar. Meðfylgjandi myndir voru teknar við nokkra viðburði á hátíðinni.

Hilmar Bragi Bárðarson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók myndir á hátíðinni eins og sjá má í myndasafni neðar á síðunni.

Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar 2023