Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 28. maí 2002 kl. 14:41

Hátíð í Duus húsum á sjómannadag

Á sjómannadaginn, sunnudaginn 2. júní, verður sýningin Bátafloti Gríms Karlssonar í Duushúsum opin frá kl. 11.00-18.00. Viðar Oddgeirsson og Árni Johnsen hafa unnið myndband þar sem Grímur segir frá og lýsir bátunum. Myndbandið verður látið rúlla allan daginn.
Einnig verða harmonikkuleikarar í safninu og leika þeir sjómannalög. Í tilefni dagsins er öllum gestum boðið frítt inn og eru bæjarbúar hvattir til að koma og skoða þessa þessa frábæru sýningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024