Hátíð á Suðurvöllum
Krakkarnir á leikskólanum Suðurvöllum í Vogum voru ansi fjörug þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit þar við í morgun. Þau voru í óða önn að búa sig undir hinn árlega Suðurvalladag með andlitsmálningu og öðru tilheyrandi.
Stór dagur var framundan þar sem foreldrar barnanna komu í heimsókn og fengu m.a. að sjá hluta af listaverkum barnanna frá því í vetur, en þessi hátíð er nokkurskonar lokapunktur við vetrarstarf ársins.
Margt var í boði fyrir krakkana í dag þar sem foreldrafélagið útvegaði hoppkastala auk þess sem Brúðubíllinn mætti á svæðið. Grillveisla var í hádeginu en foreldrar sáu um kaffitímann.
Sérstakir gestir á Suðurvalladeginum voru 1. bekkingar Stóru Vogaskóla.
Stór dagur var framundan þar sem foreldrar barnanna komu í heimsókn og fengu m.a. að sjá hluta af listaverkum barnanna frá því í vetur, en þessi hátíð er nokkurskonar lokapunktur við vetrarstarf ársins.
Margt var í boði fyrir krakkana í dag þar sem foreldrafélagið útvegaði hoppkastala auk þess sem Brúðubíllinn mætti á svæðið. Grillveisla var í hádeginu en foreldrar sáu um kaffitímann.
Sérstakir gestir á Suðurvalladeginum voru 1. bekkingar Stóru Vogaskóla.