Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hata að tapa
Sunnudagur 24. mars 2013 kl. 13:38

Hata að tapa

Snjólfur Marel Stefánsson er nemandi í 9. bekk í Njarðvíkurskóla. Ef hann myndi vera ósýnilegur í einn dag mundi hann hlusta á hvað fólk segir um hann. Uppáhalds liðið hans í NBA er Orlando Magic og sjónvarpsþátturinn Top Gear myndi lýsa honum vel.

Hvað geriru eftir skóla?
Borða, heimavinna, æfing og stundum fer ég og hitti vini mína.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver eru áhugamál þín?Körfubolti og bara flest allar íþróttir.

Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir, samfélagsfræði, náttúrufræði og val.


En leiðinlegasta?Engin eitthvað leiðinlegust held ég.

Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það?
Svo margir! En Kemba Walker, Ruud Van Nistelrooy og Will Smith.


Ef þú gætir fengið einn ofurkraft hver væri hann?Að geta flogið eða geta orðið ósýnilegur, get ekki valið á milli.

Hvað er draumastarfið?
Atvinnumaður í NBA eða Læknir.


Hver er frægastur í símanum þínum?Hef ekki hugmynd.

Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt?
Ætli það sé ekki bara Hermann Hreiðarsson eða Eiður Smári Guðjohnsen.


Hvað myndiru gera ef þú mættir vera ósýnilegur í einn dag?Ég myndi hlusta á hvað annað fólk segir um mig og svo myndi ég gera eitthvað skemmtilegt hehe.

Hvernig myndiru lýsa fatastílnum þínum?
Tjaa, Bara mjög venjulegum held ég.


Hvernig myndiru lýsa þér í einni setningu?Hress, get verið mjög feiminn og ég hata að tapa.

Hvað er skemmtilegast við Njarðvíkurskóla?
Krakkarnir eru mjög skemmtilegir og svo flestir kennarana líka.


Hvaða lag myndi lýsa þér best?O-Zone með Dragostea Din Tei, veit ekkert hvað þeir eru að segja, bara gott lag.

Hvaða sjónvarpsþáttur myndi lýsa þér best?
Bara Top Gear.

Besta:

Bíómynd?
Þær eru nokkrar, Forrest Gump, Bad Boys 1 og 2, Police Academy myndirnar og Glory Road.

Sjónvarpsþáttur?
Top Gear er snilld.

Tónlistarmaður/Hljómsveit?
Led Zeppelin, Guns N' Roses, Kid Cudi, Tyler the Creator, The Offspring og Kendrick Lamar. Gæti samt haldið endalust áfram, endalaust af góðum söngvörum og hljómsveitum.


Matur?Kjúkliingur er góður. Hnetusmjör er samt best...

Drykkur?
Vatn.

Leikari/Leikkona?
Will Smith, Martin Lawrence, Denzel W
ashington og Jim Carrey.

Lið í Ensku deildinni?
Portsmouth F.C.

Lið í NBA?
Orlando Magic.

Vefsíða?
Facebook og Fotbolti.net