Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

 Háskólakórinn í Duushúsum
Fimmtudagur 7. júní 2012 kl. 11:41

Háskólakórinn í Duushúsum

Háskólakórinn heldur tónleika í Duushúsum, Menningar- og listamiðstöð Reykjanesbæjar, sunnudaginn 10. júní 2012 kl. 20.00. Kórinn er á leið í söngferðalag til Austurríkis og Ungverjalands þar sem hann heldur ferna tónleika. Á efnisskrá tónleikanna í Duushúsum eru fjölbreytt lög eftir íslensk og ungversk tónskáld. Einnig verður flutt verkið Hear my prayer eftir Mendelssohn fyrir einsöngvara, kór og píanó. Einsöngvari með kórnum er Helga Margrét Marzelíusardóttir en stjórnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024