Hasar á hátíð við Samkaup
Sannkölluð hátíðarstemmning var á túninu við Samkaup þegar blaðamann Víkurfrétta bar að garði nú síðdegis.
Verslunin stendur fyrir Carnivaldögum í dag og á morgun þar sem er boðið upp á margskonar afþreyingu og skemmtun fyrir börn á öllum aldri.
Þar er hoppukastali einn mikill auk þess sem krakkarnir geta farið í andlitsmálningu og á morgun verður boðið upp á ókeypis „Candy Floss“.
VF-mynd/Þorgils Jónsson