Harry Potter slær öll met
Gríðarleg aðsókn var á nýjustu mynd Harry Potters um helgina og ljóst er að um er að ræða stærstu opnunarhelgi á kvikmynd frá upphafi og bætti hún met fyrri myndarinnar um yfir 30%. Myndin var sýnd í Keflavík og var uppselt á fyrstu fjórar sýningarnar.Önnur kvikmyndin um Harry Potter hefur verið að opna víðsvegar um heiminn og virðist vera líkleg til mikilla afreka þar sem að met eru að falla um allan heim.
Til gamans má svo nefna að Harry Potter og breski njósnarinn James Bond börðust um toppsætið í heimalandi sínu um helgina og hafði Harry Potter betur þrátt fyrir að þetta væri önnur helgin hans en frumsýningarhelgi James Bond.
Til gamans má svo nefna að Harry Potter og breski njósnarinn James Bond börðust um toppsætið í heimalandi sínu um helgina og hafði Harry Potter betur þrátt fyrir að þetta væri önnur helgin hans en frumsýningarhelgi James Bond.