Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Þriðjudagur 15. janúar 2002 kl. 16:36

Harry Potter slær met í Keflavík

Yfir 3000 eru búnir að sjá Harry Potter í Nýjabíói í Keflavík og hefur myndin slegið aðsóknarmet þar  á bæ.Sjö ára drengur Rikharður Þór Guðfinnsson varð sá þrjúþúsundasti sem sá myndina í Keflavík og var hann leystur út með gjöfum. Harry Potter hefur verið sýnd með ensku tali og mun Nýjabíó fá íslenska eintakið þann 25. janúar nk. og verður myndin sýnd nokkrar helgar á íslensku.
Einnig hefur Nýabíó við verið með Regínu, þá söngelsku, í sýningu og hefur hún verið mjög vinsæl. Næsta fjölskyldumynd sem verður Monsters inc. eða Skrýmsli hf. Sýningar á henni hefjast 8. feb og er hún eftir sömu aðila og gerðu Toy story myndirnar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024