Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Harmonikkuball á Ránni
Þriðjudagur 20. apríl 2004 kl. 14:54

Harmonikkuball á Ránni

Harmonikkudanslekur verður haldinn á veitingahúsinu Ránni á fimmtudagskvöld, Sumardaginn fyrsta. Félagar úr félagi Harmonikkuunnenda á Suðurnesjum spila fyrir dansi og hefst dansleikurinn klukkan 20:30. 
Einn stofnfélaga Félags harmonikkuunnenda á Suðurnesjum er Þórólfur Þorsteinsson sem í daglegu tali er kallaður Dói. Hann lofar miklu fjöri á ballinu. „Við erum með þriggja tíma prógram ef því er að skipta,“sagði Dói í samtali við Víkurfréttir.

Myndin: Félag Harmonikkuunnenda á Suðurnesjum á Ísafirði á landsmóti harmonikkuspilara.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024