Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Harmonikkuafinn fullkomnar helgina
Ásdís Birta Magnúsdóttir.
Sólborg Guðbrandsdóttir
Sólborg Guðbrandsdóttir skrifar
fimmtudaginn 1. ágúst 2019 kl. 18:00

Harmonikkuafinn fullkomnar helgina

Ásdís Birta Magnúsdóttir er 23 ára, fædd og uppalin í Keflavík.

Hvað ætlar þú að gera um Verslunarmannahelgina?
„Ég er að fara í annað sinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er eftirminnilegasta Verslunarmannahelgin þín?
„Það eru svo margar góðar. En ég verð að segja að eftirminnilegustu Verslunarmannahelgarnar séu þegar stórfjölskyldan mín kemur saman í sumarbústaðnum í Borgarfirðinum. Þar er alltaf mikið hlegið, leikið og sungið. Síðan tekur afi upp harmonikkuna og helgin er svo gott sem fullkomnuð.“

Hvað finnst þér mikilvægt að hafa um Verslunarmannahelgina?
„Það sem er mikilvægt um þessa helgi er fyrst og fremst góður félagsskapur. Í mínu tilviki er það fjölskyldan og vinkonurnar. Minningarnar sem við eignumst saman eru mikilvægari en allt sem við gætum mögulega haft meðferðis.“