Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Harlem Globetrotters koma til Reykjanesbæjar
Miðvikudagur 25. apríl 2018 kl. 11:59

Harlem Globetrotters koma til Reykjanesbæjar

Hið heimsfræga sýningar- og körfuboltalið Harlem Globetrotters er væntanlegt til Íslands í maí og mun liðið vera með tvær sýningar, eina í Laugardalshöll Reykjavík og eina í TM Höllinni í Reykjanesbæ en þetta er í sjötta sinn sem liðið setur upp sýningu hér á Íslandi.
 
Harlem Globetrotters er elsta fjölskyldusýning i heimi. Fyrsta liðið var myndað árið 1926 og upp frá því hefur hópurinn ferðast til 122 landa og komið fram á yfir 25.000 sýningum. Núverandi sýning einkennist af samkeppni liðsins við annað sýningarlið, hina svonefndu Washington Generals. Liðsmenn Harlem Globetrotters munu sýna snilli sína með ótrúlegum uppákomum þar sem gleðin verður fyrst og fremst við völd. 
 
Sýningar liðsins hafa verið vinsælar hér á landi og oftar en ekki hafa færri komist að en vilja. Miðasala fer fram á tix.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024