Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Harður árekstur á Hafnargötu
VF-myndir EJS
Fimmtudagur 31. janúar 2013 kl. 13:53

Harður árekstur á Hafnargötu

Árekstur varð á Hafnargötu um hádegisbilið í dag. Áreksturinn átti sér stað skammt frá gatnamótum Hafnargötu og Tjarnargötu. Tvær bifreiðar skullu nokkuð harkalega saman en svo virðist sem annar ökumaðurinn hafi verið á röngum vegarhelmingi.

Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreskturinn og að sögn lögreglu á vettvangi eru bifreiðarnar hreinlega ónýtar. Enginn slasaðist þó við áreksturinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Svo virðist sem önnur bifreiðin hafi verið röngu megin.

Slökkvilið hreinsaði upp olíu sem leikið hafði af bifreiðunum.