Harður árekstur á Hafnargötu
Árekstur varð á Hafnargötu um hádegisbilið í dag. Áreksturinn átti sér stað skammt frá gatnamótum Hafnargötu og Tjarnargötu. Tvær bifreiðar skullu nokkuð harkalega saman en svo virðist sem annar ökumaðurinn hafi verið á röngum vegarhelmingi.
Báðar bifreiðar voru óökufærar eftir áreskturinn og að sögn lögreglu á vettvangi eru bifreiðarnar hreinlega ónýtar. Enginn slasaðist þó við áreksturinn.
	
Svo virðist sem önnur bifreiðin hafi verið röngu megin.
	
Slökkvilið hreinsaði upp olíu sem leikið hafði af bifreiðunum.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				