Brons
Brons

Mannlíf

Harðangur og Klaustur, handavinna á Nesvöllum
Mánudagur 23. júní 2008 kl. 16:32

Harðangur og Klaustur, handavinna á Nesvöllum

Eldri borgarar í Reykjanesbæ hittast á Nesvöllum, þjónustumiðstöðinni og stunda þar ýmsar tómstundir. Hressar konur sátu saman í dag í nýrri aðstöðu fyrir tómstundastarfið og gerðu handavinnu. Þar mátti sjá ýmis listaverk verða til.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Nokkrar konur saumuðu út með Harðangur og klaustur saum sem var áður fyrr notaður í fatnað en  í dag saumaður í dúka, gluggatjöld, sængurver og koddaver.
Konurnar voru mjög ánægðar með nýju aðstöðuna á Nesvöllum. Þær hafa val um að stunda sína handavinnu undir handleiðslu, ef þær vilja.
Handavinnustundirnar eru í boði fyrir eldri borgara þrisvar í vikur í allt sumar.

Mynd-VF/IngaSæm