Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hannaðu þína eigin flík
Föstudagur 10. ágúst 2012 kl. 10:45

Hannaðu þína eigin flík



Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður upp á frábært textílnámskeið nú í ágúst með  Catherine Charlot, fatahönnuði en hún rekur fyrirtækið Himane Upcycle í New York.  Öll hennar hönnun byggir á endurvinnslu og hefur hún m.a. hannað hágæða tískufatnað úr ýmsum efnum en þekktust er hún fyrir hönnun sína á endurnýttum regnhlífum sem hún finnur á strætum New York borgar.  

Catherine hefur fengið verðskuldaða athygli fjölmiðla ytra, meðal annars í þætti hjá Oprah Winfrey fyrir frábæra og athyglisverða hönnun. Hún hefur skrifað bækur, fengið alþjóðlegar viðurkenningar og haldið fyrirlestra um endurvinnslu og hönnun víða um heim. Þá hefur Catherine ekki gleymt uppruna sínum og leggur hún sitt af mörkum til uppbyggingar samfélagsins í Haítí eftir hörmungar í kjölfar jarðskjálftanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 
Vegna forfalla eru örfá sæti laus á námskeiðið hjá MSS sem haldið verður 13.-17.ágúst frá klukkan 10:00-16:00. Nemendur þurfa að hafa með sér saumavélar og gömul efni eða fatnað. Verð fyrir námskeiðið er 45.000 kr. Nánari upplýsingar gefa Sveindís Valdimarsdóttir í síma 412-5955 og Jenný Magnúsdóttir í síma 412-5350 Einnig er hægt að skrá sig inná heimasíðu MSS, http://www.mss.is/