Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Hangikjötsfjör í boltanum
Mánudagur 13. desember 2010 kl. 10:22

Hangikjötsfjör í boltanum

Hin árlega hangikjötsveisla knattspyrnudeildar Grindavíkur var haldin síðasta föstudag en þetta er sjöunda árið í röð sem hún er haldin. Bjarni Óla sá um matseldina. Heiðursgestir að þessu sinni voru Tómas Tómasson sem rak Festi á sínum tíma og Eyjamaðurinn Ingi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur.

Tómas rifjaði upp gamla og skemmtilega tíma í Festi og Ingi fór yfir hið fræga sumar 1994 þegar Grindavík fór upp í úrvalsdeild og komst í úrslitaleik bikarkeppninnar. Þá mætti Árni Johnsen með gítarinn og hélt uppi stuðinu. Sjá frétt um veisluna hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024