Hangikjöt er alger unaður
Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis, botnaði nokkrar setningar í aðdraganda jóla.
Aðventan er í mínum huga … tími kósíheita og að njóta lífsins
Ég skreyti … strax í byrjun desember. Það er svo gott að lýsa upp skammdegið.
Jólahlaðborðið … er sleppt í ár.
Grænar baunir eru … algerlega nauðsynlegar með hangikjötinu.
Laufabrauð … er náttúrlega langbest að norðan og algjört „möst“ um jólin. Það eru engin jól án laufabrauðs.
Jólaskraut fer utan á hús mitt … strax í byrjun desember.
Jólatréð skreytum við … viku fyrir jól.
Jólastemmningin … er í faðmi fjölskyldunnar í rólegheitum.
Hangikjöt er … alger unaður!
Malt og Appelsín eru … brúnt og appelsínugult ;-)
Jólasveinarnir eru … dásamleg kvikindi sem bæði skelfa mann og gleðja.
Ég kaupi alltaf jólagjöfina handa maka mínum … saman með eiginkonunni, við gefum okkur saman eitthvað fallegt fyrir heimilið.
Á Þorláksmessu fer ég … EKKI í skötuveislu!
Aðfangadagur er … 24. desember minnir mig ;-)
Um áramótin ætla ég … að gleðjast saman með vinum mínum á alþjóðlegu listahátíðinni Ferskum Vindum í Suðurnesjabæ. Áramótunum verður fagnað með fólki alls staðar að úr heiminum og fjölskyldunni að sjálfsögðu. Getur ekki orðið betra. Gleðilegt 2020!