Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Handverkssýning í Auðarstofu á laugardaginn
Marta Eiríksdóttir
Marta Eiríksdóttir skrifar
fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 10:00

Handverkssýning í Auðarstofu á laugardaginn

Félagsstarfið í Auðarstofu verður með sýningu um helgina á öllu því handverki sem félagsmenn hafa búið til á árinu. Eitthvað verður til sölu af handverksmunum á sanngjörnu verði. Fyrstir koma, fyrstir fá.

Víkurfréttir ráku inn nefið í Auðarstofu og stemningin var góð enda skemmtilegur viðburður í undirbúningi og allir að klára sitt.

„Okkur finnst mjög gaman að koma saman, hitta gott fólk og skapa eitthvað fallegt. Þetta styttir tímann, styttir daginn,“ segir Sigríður Halldórsdóttir einn þátttakenda með bros á vör.
Þrír leiðbeinendur sinna félagsstarfinu en það eru þær Margrét Pétursdóttir, Þuríður Þorkelsdóttir og Sigurborg Sólmundardóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allir eru velkomnir í Auðarstofu, Heiðartúni 2, Garði, Suðurnesjabæ, laugardaginn 23. nóvember á milli kl. 13-17. Kaffi og vöfflusala á staðnum.