Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Fimmtudagur 16. maí 2002 kl. 23:16

Handverkssýning eldri borgara eftir viku

Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ, stendur fyrir sýningu á handverki eldri borgara dagana 26.-31. maí 2002, að báðum dögum meðtöldum, í Selinu, Vallarbraut 4.Í frétt um sýninguna á vef Reykjanesbæjar segir að sýningin opni kl. 14:00 sunnudaginn 26. maí, en aðra daga verður hún opin frá kl, 13:00 –18:00.

Á sýningunni verður margt fallegra muna, því fjölmargir eldri borgarar í Reykjanesbæ sitja ekki auðum höndum, heldur starfa af krafti við ýmis konar handverk, t.d. útskurð glerlist, leirmótun, keramikmálun, alla almenna handavinnu, silkimálun, icona- og servíettumyndagerð.
Meðan á sýningu stendur, er hugmyndin að skapa n.k. kaffihúsastemmningu með lifandi tónlist og fleira skemmtilegt verður í boði milli kl. 15:00 –16:00 alla sýningardagana.

Við opnun sýningarinnar á sunnudaginn bjóðum við velkomna alla eldri borgara og einnig alla þá sem áhuga hafa á málefnum eldri borgara.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024