Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Handverkshátíð í Gjánni í Menningarvikunni
Frá Grindavík. Ljósmynd: OZZO
Föstudagur 22. janúar 2016 kl. 10:36

Handverkshátíð í Gjánni í Menningarvikunni

Í tilefni Menningarvikunnar í Grindavík dagana 12.-20. mars nk. verður grindvísk handverkshátíð í Gjánni sunnudaginn 13. mars frá kl. 13:00-18:00. Í frétt frá Grindavík segir að mikill áhugi sé fyrir hátíðinni og hafa verið haldnir tveir undirbúningsfundir og stýrihópur komið að skipulaginu.

Í boði verða 27 borð þar sem hægt er að sýna og selja og mun grindvískt handverksfólk hafa forgang að söluplássi. Ókeypis verður inn á markaðinn en nánari upplýsingar um handverkshátíðina er að finna á vef Grindavíkurbæjar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024