Handverk í Menningarviku Grindavíkur
- Undirbúningsfundur á mánudaginn
Sérstök áhersla verður á handverk í sem víðasta skilningi þess orðs í Menningarviku Grindavíkur sem haldin verður um miðjan mars á næsta ári.
Opinn undirbúningsfundur fyrir Menningarvikuna á næsta ári verður haldinn mánudaginn 23. nóv. nk. í Grindavík.
Í tilkynningu um fundinn segir að vonandi verði hægt að bjóða upp á ýmis konar námskeið og viðburði og jafnvel upp á stóran handverksmarkað en allt veltur þetta á þátttöku og áhuga handverksfólks. Einnig verður tónlist, myndlist og ýmislegt fleira í öndvegi í Menningarvikunni.
Fundurinn á mánudaginn verður haldinn á bæjarskrifstofunni og hefst kl. 20 og eru allir velkomnir. Menningarvikan verður hins vegar haldin dagana 12. til 20. mars á næsta ári.